Borgarvistfræði

Áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika í landslagi Gradient Canopy.

3 mínútur

Redflower-bókhveiti og Pacific Madrone-tré í Gradient Canopy. Mynd: Mark Wickens.

Að skapa fjölbreytt og vistvænt starfsumhverfi hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á jörðina, heldur einnig á fólk. Vistkerfi og landslag sem er heilbrigt og fjölbreytt ýtir undir líffræðilegan fjölbreytileika, eykur þanþol umhverfisins og hefur einstaklega góða kosti í för með sér fyrir heilsu manna. Þess vegna var endurnýjun líffræðilegs fjölbreytileika í nærliggjandi vistkerfum miðpunktur hönnunar okkar á Gradient Canopy.

Á ræktarlöndunum fjórum umhverfis Gradient Canopy unnum við að því að endurnýja vistkerfisþætti sem eitt sinn voru áberandi í Kísildalnum, þar með talið eikarskóga, víðilundi, kjarr- og graslendi. Landslagið samanstendur nánast alfarið af innlendum gróðurtegundum, þar með talið um 400 innlendum trjám og plöntum úr kjörlendi frjóbera, svo sem svölurót, vallhumall og malurt. Markmiðið er að endurlífga vistvæna arfleifð svæðisins og hlúa að upplifun fólks með því að skapa frjósamt og hagnýtt landslag þar sem margvíslegar tegundir geta vaxið og dafnað.

Valhumall og and Coyote-mynta í Gradient Canopy

Valhumall og and Coyote-mynta í Gradient Canopy. Mynd: Mark Wickens.

Lykilþáttur í viststefnu okkar hjá Gradient Canopy hverfist um eina tiltekna trjátegund: eik. Eikur réðu eitt sinn ríkjum í Kísildalnum og eru einkennandi fyrir landslag Kaliforníu. Innlendar eikur geta staðist mikla þurrka, brenna síður og eru einstaklega skilvirkar þegar kemur að því að hreinsa loftið og binda kolefni í andrúmsloftinu. Þar að auki sjá vistkerfi eikarskóga fyrir einhverjum mesta fjölbreytileika í plöntu- og dýralífi í Kaliforníu með því að viðhalda lífsskilyrðum 2.000 plöntutegunda og um 5.000 skordýrategunda. Hundruð fugla, spendýra og annarra villtra dýra reiða sig þar að auki á gjafir eikarskóga í formi matar, skugga og skjóls.

Við unnum að hönnun samfelldrar trjákrónubreiðu í samstarfi við vísindafólk á svæðinu sem samanstendur af eikum og öðrum innlendum trjátegundum, svo sem hestakastaníu, garðahlyn og víði. Samfelld trjákrónubreiða skapar náttúrulega stíga innan mannvirkisins og verndar gegn hitanum sem myndast í borginni.

Innlendar plöntur úr kjörlendi frjóbera mynda trjábeð innlendra trjátegunda í Gradient Canopy og sjá fiðrildum, fuglum og býflugum fyrir næringu. Hluti landslagsins er sérstaklega hannaður með vestræna kóngafiðrildið í huga, þar sem nýjasta tiltæka tækni er notuð til að skapa hina fullkomnu samsetningu svöluróta, sem veita eggjum og lirfum kóngafiðrildisins skjól, og blóma, þar sem fiðrildin geta sótt sér næringu á löngu ferðalagi sínu.

Við notuðum innlendar plöntur úr kjörlendi frjóbera samhliða ræktuðum beðum og hunangsflugukössum í Gradient Canopy til að uppfylla kröfur Living Building Challenge um landbúnað í borg (Urban Agriculture Imperative), en markmið þeirra er að stuðla að aðgengi samfélagsmeðlima að ferskum matvælum sem ræktuð eru á svæðinu. Tvö beð á svæðinu sjá kaffihúsinu okkar og nemendaeldhúsum Google fyrir matvælum og veita innsýn í hvernig innlend landslagsmótun og garðyrkja geta í sameiningu stuðlað að þrautseigari staðbundinni matvælaframleiðslu.

Beðin í Gradient Canopy.

Beðin í Gradient Canopy.

Við hófum einnig samstarf við Planet Bee Foundation, óhagnaðardrifin samtök sem hafa umsjón með býflugnabúum við Google í Mountain View, og báðum þau um að setja upp þrjá hunangsflugukassa á svæðinu. Sem hluti af hönnunarferli okkar rannsökuðum við hvernig landslag getur hlúð að bæði innfluttum og innlendum hunangsflugum. Rannsóknin mun veita innsýn í hvernig Google mun sleppa aðfluttum hunangsflugum út í innlent gróðurlandslag í framtíðinni til að til að hlúa bæði að líffræðilegum fjölbreytileika innlends gróðurs og staðbundinni matvælaframleiðslu.

Borgarvistfræði í hönnun Gradient Canopy fylgir viststefnu Google, sem við tókum fyrst upp árið 2014 til að tryggja aðgengi að nýjustu rannsóknum við hönnun okkar á rýmum utandyra. Gradient Canopy er lykilþáttur í breiðari sýn okkar á eflingu náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika innan sem utan starfssvæða okkar.