Að skapa fjölbreytt og vistvænt starfsumhverfi hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á jörðina, heldur einnig á fólk. Vistkerfi og landslag sem er heilbrigt og fjölbreytt ýtir undir líffræðilegan fjölbreytileika, eykur þanþol umhverfisins og hefur einstaklega góða kosti í för með sér fyrir heilsu manna. Þess vegna var endurnýjun líffræðilegs fjölbreytileika í nærliggjandi vistkerfum miðpunktur hönnunar okkar á Gradient Canopy.
Á ræktarlöndunum fjórum umhverfis Gradient Canopy unnum við að því að endurnýja vistkerfisþætti sem eitt sinn voru áberandi í Kísildalnum, þar með talið eikarskóga, víðilundi, kjarr- og graslendi. Landslagið samanstendur nánast alfarið af innlendum gróðurtegundum, þar með talið um 400 innlendum trjám og plöntum úr kjörlendi frjóbera, svo sem svölurót, vallhumall og malurt. Markmiðið er að endurlífga vistvæna arfleifð svæðisins og hlúa að upplifun fólks með því að skapa frjósamt og hagnýtt landslag þar sem margvíslegar tegundir geta vaxið og dafnað.