Endurnýtanleg efni

Forgangsröðun endurnýtingar efna til að stuðla að jákvæðum áhrifum á umhverfið.

5 mínútur

Mynd: Mark Wickens.

Björninn Curious, búinn til af listamannateyminu Mr & Mrs Ferguson Art, er risavaxinn skúlptúr af grábirni hvers feldur er myndaður úr yfir 160.000 smámyntum. Mynd: Mark Wickens.

Leiðin að hreinni og heilbrigðari framtíð hefst á þeim litlu ákvörðunum sem við tökum á hverjum degi. Þess vegna leitum við sífellt leiða til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og taka enn meiri ábyrgð á notkun okkar á orku, vatni og öðrum náttúruauðlindum. Þess vegna ákváðum við að styðjast við hugmyndir hringhönnunar við byggingu Gradient Canopy, sem hjálpa til við að draga úr þörf fyrir takmarkaðar náttúruauðlindir. Markmið hringhönnunar er að nota efni eins lengi og mögulegt er og því innleiddum við fjölda endurunninna efna í bygginguna.

Yfir 30 innréttingar á víð og dreif um Gradient Canopy eru úr endurunnum efnum. Það eru til að mynda endurheimtur viður, hjólagrindur, skápar, teppi og flísar sem annars hefðu endað í landfyllingu. Notkun endurunninna efna í þessu magni stuðlaði að því að byggingin hlaut vottunina „International Living Future Institute (ILFI) Living Building Challenge (LBC) Materials Petal“, sem miðar að því að koma á gagnsæju hagkerfi skaðlausra og vistvænna efna.

Sökum þess hve stór byggingin er þurftum við að þróa nokkrar aðferðir við söfnun endurunninna efna í því magni sem byggingin krafðist. Það var til dæmis ekki einfalt að finna endurunnar flísar eða teppi vegna efnismagnsins sem hönnunin krafðist og efnið þurfti að vera eins að stærð, lit og áferð.

Ein af grundvallaraðferðum okkar var að endurnýta hluti sem voru þegar til á lager hjá Google. Við fórum yfir geymslubirgðir okkar og nýttum okkur nýtt efni sem ekki var notað í eldri verkefnum og hluti sem höfðu verið fjarlægðir úr byggingum áður en þær voru rifnar. Með því að nýta það sem við áttum þegar tókst okkur að leggja bútateppi, keramikflísar og hljóðeinangrandi flísar í loft og setja upp hjólastanda.

Annað dæmi um það hvernig við innleiddum endurunnin efni er að við notuðum endurunninn við frá ýmsum nálægum stöðum. Við notuðum til dæmis við sem var fjarlægður við byggingarframkvæmdirnar til að smíða bekki sem víða er að finna í byggingunni. Við leituðum einnig til staðbundinna birgja sem sáu okkur fyrir endurunnum við, sem við notuðum í hluti á borð við veggklæðningu í hjólageymslu og gólfið í Google Store.

Mynd: Mark Wickens

Gólfið í Google Store er úr endurnýttum við. Mynd: Mark Wickens.

Annað markmið okkar tengt hringhönnun Gradient Canopy fól í sér að innleiða háleit markmið með tilliti til úrgangs frá byggingarframkvæmdunum og forðast eins mikið og hægt er að senda efni í landfyllingu. Frá og með ágúst 2023 höfum við komið í veg fyrir að yfir 90% af úrgangi frá byggingarframkvæmdunum enduðu í landfyllingu og með því að nota stóra fleka á veggi í lokuðum lykkjum gátum við endurnýtt yfir 250.000 kg af niðurrifnum gifsveggjum frá 2020 til 2022.

Við unnum einnig með Rheaply, tæknifyrirtæki á sviði loftslagsmála, sem þróaði markaðssvæði á netinu fyrir byggingavörur og önnur aðföng á San Francisco-flóasvæðinu (Bay Area). Bay Area Reuse Marketplace gerir fyrirtækjum á svæðinu kleift að nálgast endurunnin eða afgangsaðföng á borð við húsgögn, festingar, búnað og önnur byggingarefni á hagkvæmu verði. Við getum ekki aðeins boðið öðrum að kaupa afgangsefni frá byggingu Gradient Canopy á markaðssvæði Rheaply heldur vinnum við einnig með Rheaply að endurnýtingu efna innan Google. Í stað flókins ferlis þar sem stök verkefnateymi leita að efnum og samræma tímalínur sínar höfum við fundið nýjar leiðir til að einfalda endurnýtingarferlið okkar og jafnframt stuðla að því að hringrás verði viðtekin.