Markmið okkar með Bay View og Gradient Canopy var að skapa líflega og hlýlega staði sem greiða fyrir sjálfbærri hönnun og hafa jafnmarga kosti í för með sér fyrir nærsamfélögin og Google. Hvað sem á reynir keppumst við fyrst og fremst við að vera hjálplegur nágranni. Þess vegna lögðum við áherslu á að skapa aðlaðandi samfélagsrými fyrir öll: nágranna, gesti og starfsmenn Google. Fyrir okkur snýst þetta ekki aðeins um að hanna bestu vinnustaðina heldur um að byggja nýjar leiðir til að mynda tengsl sem hjálpa nærsamfélögum okkar að blómstra.
Sköpun almenningsrýma
Designing vibrant places that respond to their local context and create benefits for everyone.
3 mínútur
Fyrstu teikningar af torginu við Gradient Canopy.
"Við spyrjum fólk hvernig þessir staðir geta haft jákvæð umhverfisleg og samfélagsleg áhrif á alla sem njóta þeirra,"
– Joe Van Belleghem, yfirstjórnandi hnattrænnar þróunar hjá Google
Það var okkur mikilvægt að flétta Gradient Canopy við samhengi byggingarinnar. Hægt er að ganga eða hjóla meðfram stígum umhverfis bygginguna og 73 fermetra svæðið, en það kallast „græni hringurinn“. Þannig getur fólk samtímis notið innlends gróðursins og listaverkanna sem saman mynda almenningsrýmin utandyra.
Charleston-garðurinn liggur samhliða vesturhlið byggingarinnar og býður almenning velkominn í Google Visitor Experience. Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er að hitta vini á Cafe, mæta á viðburð í Huddle, skoða vörur og þjónustu í Google Store, uppgötva staðbundin fyrirtæki í Pop-Up Shop eða leyfa forvitninni að ráða för á torginu þar sem er að finna alls kyns list og viðburði. Huddle býður upp á margvíslega viðburði og vinnusmiðjur til að vekja athygli á óhagnaðardrifnum samtökum og samfélagshópum sem starfa í nágrenninu á sama tíma og hann skapar tengingu á milli starfsfólks í Mountain View og íbúa stærra North Bayshore-svæðisins.
Innanrýmin tengjast öll stóru almenningstorgi utandyra, þar sem við munum halda hverfisviðburði og hlúa að mikilvægum tengslum á milli meðlima samfélagsins og starfsmanna Google. Á torginu má einnig finna sex listaverk og fjölda setusvæða.
Flóamarkaðurinn í Mountain View iðar af lífi.
Til að stuðla að bættum samgöngum í North Bayshore höfum við verið að vinna að hönnun fyrsta áfanga Charleston Transit Corridor í samráði við borgaryfirvöld í Mountain View, sem mun hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, auka öryggi hjólreiða- og göngufólks og auðvelda fólki að komast á milli staða í North Bayshore án þess þurfa á bíl að halda. Tveimur samgöngumiðstöðvum var komið fyrir á Charleston Road, aðlægt starfssvæðinu, sem hluti af Gradient Canopy-verkefninu. Miðstöðvarnar, ásamt ráðgerðum akreinum á Charleston Road og Shoreline Boulevard sem verða eingöngu fyrir strætó, munu bæta samgöngukosti á svæðinu.
Charleston Transit Corridor felur einnig í sér fyrsta flokks hjóla- og göngustíga – að meðtöldum aðskildum hjólreiðaleiðum í flokki IV, sem einnig eru þekktar sem hjólareinar. Innan byggingarinnar hvetjum við fólk til að ferðast um á „tveimur hjólum“ og bjóðum upp á hjólastanda fyrir yfir 780 hjól, ásamt læstum skápum fyrir hjól og sturtum.
Athugasemd til lesenda: Þessi frétt var upphaflega birt í maí 2022 en var uppfærð í ágúst 2023 til að endurspegla nýlegri þætti verkefnisins.