Það er grundvallaratriði hjá okkur í Gradient Canopy, sem við höfum hlotið vottunina „International Living Future Institute (ILFI) Living Building Challenge (LBC) Materials Petal“ fyrir, að finna leiðir til að innleiða skaðlaus og vistvæn efni. Þess vegna skoðuðum við leiðir til að innleiða massavið sem fenginn er með sjálfbærum hætti í bygginguna til að nýta endurnýjanlega, kolefnisbindandi eiginleika viðar.
Notkun massaviðar er byggingaraðferð þar sem samþjappaður viður er notaður til að búa til súlur, bita, veggi, gólf og þök, og stuðlar að minni losun kolefna en hefðbundnar byggingaraðferðir. Niðurstaðan er áberandi massaviður hér og þar um bygginguna og sú þekking sem við öfluðum okkur í ferlinu hefur veitt öðrum byggingarverkefnum Google hvatningu til að gera slíkt hið sama.
Við höfum haft áhuga á möguleikum massaviðar í nokkurn tíma í ljósi þess að hann stuðlar að heilbrigðari, afkastameiri og fallegri vinnustað fyrir tilstilli tengsla viðarins við náttúruna. Nálægð við náttúruna snýst um að samþætta náttúru og hönnun til að skapa rými sem gera fólki kleift að blómstra. Innleiðing sýnilegs viðar í bygginguna dregur ekki aðeins úr þörf fyrir notkun annarra efna á borð við húðun og málningu, heldur stuðlar einnig að því að fólk upplifi tengsl við náttúruna, jafnvel þótt það sé innandyra. Þar af leiðandi, þegar við hófum hönnun Gradient Canopy, könnuðum við upphaflega möguleikann á því að hafa grunnstoðir byggingarinnar alfarið úr massavið, en niðurstaðan var sú að stærðin sem við föluðumst eftir leyfði það ekki. Við gátum samt sem áður nýtt við í ýmsar burðareiningar byggingarinnar.
Massaviðareiningar í Gradient Canopy birtast í krosslímdu timbri, sem er tegund af samsettum við þar sem mörg lög af gegnheilu, söguðu timbri eru límd saman til að mynda stöðugri stoðir. Við byrjuðum á því að nota krosslímt timbur sem formgerð (mót sem steypu er hellt í) fyrir steypugólfin á annarri hæð, þar sem það býður upp á samsetta styrktareiginleika. Við innleiddum formgerðina þannig að í stað þess að farga henni eftir að steypan harðnar, líkt og gert er í hefðbundnum byggingarframkvæmdum, gætum við skilið hana eftir sem sýnilegt viðarloft í rýmum á jarðhæð og í handriðum umhverfis innanhússgarðana. Hurðir og hurðakarmar hér og þar um bygginguna eru einnig úr við, einkum í fundar- og ráðstefnuherbergjum. Teymið okkar hlaut Declare-merkiðfyrir hurðasamstæðuna í heild sinni í samstarfi við söluaðilann, sem gerði okkur kleift að forgangsraða öruggari byggingarefnum til að skapa heilbrigt andrúmsloft innandyra.