Yfirleitt eru bílastæðahús ekki sérlega brautryðjandi hvað arkitektúr varðar – þær þjóna nytjatilgangi í samfélagi sem reiðir sig, að miklu leyti, enn á bíla til að ferðast á milli staða. En er við lítum til mögulegrar framtíðar sem einkennist af færri bílum og fleiri sjálfbærum ferðamátum, sem mun draga úr kolefnislosun og umferðarteppum, mun þörfin fyrir bílastæðahús líklega fara hverfandi. Ef svo verður munu bílastæðahús sem notuð eru í einum tilgangi verða óþörf, sem leiðir til aukins úrgangs, kolefnislosunar og kostnaðar. Þess vegna var Alta Garage í Mountain View hannað til þess að þjóna öðrum tilgangi en að geyma bíla í framtíðinni – og bíður þess að verða breytt í atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði eða samfélagsrými þegar sú stund rennur upp.
Hugmyndin kallast framtíðarvæn bílastæði: Þegar þarfir samfélagsins breytast með tímanum gerir Alta Garage það líka. Þörf á fleiri skrifstofum, þjónustuaðstöðu eða viðburðarrými? Hægt er að breyta Alta Garage í hvað sem er af þessu þegar eftirspurn eftir bílastæðum dvínar. Þar að auki er hægt að gera það á hátt sem lækkar kostnað, sparar tíma, dregur úr úrgangi og eykur sjálfbærni.