Geturðu sagt okkur nánar frá því hvað gerir þetta svæði svona sérstakt?
Nýsköpunarmenningin hér er smitandi og ávallt umræðuefni dagsins. Nánast allir hafa ástríðu fyrir því að gera heiminn betri – það er það sem hvetur okkur áfram hjá Google og Alphabet og ég held að það sé ástæða margra fyrir því að velja að búa og starfa hér. Það er ákveðinn drifkraftur í dalnum til að skapa þá framtíð sem við vonumst eftir og ég tel að það geri staðinn einn af þeim sérstökustu í heiminum.
Hver eru tengsl Google við Mountain View?
Mountain View hefur verið heimili Google allt frá árinu 1999 og það er ekkert fararsnið á okkur. Google valdi Mountain View fyrir höfuðstöðvar sínar vegna þess að við elskum allt sem fylgir því að vera hér. Við elskum fegurð flóans, nálægðina við háskóla, fjölskylduvænt umhverfið og möguleikann á að starfa í borg sem er staðsett í hjarta Kísildalsins.
Margir starfsmenn okkar búa bæði og starfa í Mountain View og sem fyrirtæki leggjum við ríka áherslu á að vera góður nágranni. Sem dæmi höfum við fjárfest milljónum dollara í samfélagið í gegnum árin og veitt menntamálastofnun Mountain View styrki til að efla menntun á sviði vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði (STEM), fjármagnað samfélagslega akstursþjónustu í Mountain View, samtök sem vinna að því að draga og úr koma í veg fyrir heimilisleysi og verkefni sem miða að endurheimt vistkerfisins á borð við Charleston Retention Basin.
Við erum stolt af því að á hverju ári leggja sjálfboðaliðar Google þúsundir vinnustunda af mörkum til samtaka í Mountain View, þar með talið samfélagsþjónustu Mountain View, leiguhjólamarkaðs Kísildalsins, skóla í Mountain View og hins ótrúlega safns yfir sögu tölvunnar.
Hvernig stuðla Gradient Canopy og Bay View að áframhaldandi tengslum Google við svæðið?
Gradient Canopy er fyrsta bygging okkar í Mountain View sem við byggjum frá grunni og við lögðum mikla hugsun í hvernig best væri að framkvæma verkefni sem samræmdist sýn borgaryfirvalda á framtíð North Bayshore. Gradient Canopy nálgast hugmyndir um vinnustaðinn út frá vandlega skipulagðri hönnun sem býður samfélagið velkomið, rennur náttúrulega saman við umhverfið, skapar fjárhagsleg verðmæti í borginni og styður við starfsfólk okkar sem nýtur þess að búa og starfa í Mountain View.
Frá því fyrir heimsfaraldurinn hafa vinnurými Google verið heilnæm, sjálfbær og hagnýt, með dassi af „Gúggli“ og það er einmitt það sem er heillandi við þau. Góð hönnun skapar rými sem fólk sækir í, sem sést á því að helmingur alls starfsfólks okkar á alþjóðavísu mætti af sjálfsdáðum aftur til starfa þegar skrifstofur voru aftur opnaðar innan takmarkana. Nú, með verkefnum okkar sem við þróum frá grunni, erum við fær um að beina markmiðum okkar að nærsamfélaginu út frá þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur. Við leggjum ríka áherslu á að finna hvernig þessi rými auka samfélagslega þátttöku og stuðla að seiglu og heilnæmari niðurstöðum.